ArcticMass er staðsett í Reykjavík. Starfsmenn ArcticMass búa yfir mikilli reynslu á sviði efnagreininga á lífsýnum og eru flestir fyrrum starfsmenn efnagreiningadeildar Íslenskrar erfðagreiningar.
ArcticMass býður hágæða þjónustu á sviði efnagreininga í lífsýnum fyrir lyfjaiðnaðinn og notar efnagreiningatækni eins og LC-MS/MS, UPLC-MS/MS, LC-Q-TOF, HPLC-FL og HPLC-UV. ArcticMass er í nánu samstarfi við in vivo rannsóknarstöð.