ArcticMass

Vefsíða

Mynd dagsins

Random picture

Þjónusta

The ArcticMass way

Á hinu síkvika sviði lyfjarannsókna og lyfjaþróunar skilur reynslumikið rannsókarteymi okkar þörfina á nákvæmum niðurstöðum sem berast á réttum tíma. Þess vegna bjóðum við, með reynslu okkar af efnagreiningu lífsýna, aðferðaþróun og hraðri sýnameðhöndlun, sveigjanlega þjónustu frá rannsóknaferlinu til klínískra prófana.

Sérþekking okkar á sviði efnagreininga lífsýna snýr að magngreiningu á virkum lyfjum, umbrotsefnum þess og lífmerkjum. Lífsýnin ná yfir, en takmarkast ekki við, blóðvökva, sermi, þvag og vefjasýni, og einnig næringarvökva fyrir frumurækt. Lykillinn að efnagreiningu lífsýna er sú aðferð sem notuð er við greininguna sem er valin útfrá einkennum efnasambandsins, eins og vatnsfælni og byggingu.

Stuðningur við lyfjaþróun

ArcticMass, hefur yfirgripsmikla reynslu í in vivo PK/ADME skimun, efnagreiningu í lífsýnum, lífmerkjagreiningu, in vitro greiningum (forskimunum) og leit að niðurbrotsefnum. Hægt er að þróa aðferðir með fjölda efnagreiningaraðferða, þar á meðal: HPLC, LC-MS, LC-MS/MS og LC-QTOF. Hröð aðferðaþróun er fengin með því að nota hugbúnaðarpakka fyrir efnafræðilega tölfræði (chemometrics).

Stuðningur við forklínískar og klínískar rannsóknir (GLP)

ArcticMass hefur mikla reynsu í magngreiningu efnasambanda í lífsýnum (magngreining á rannsóknarlyfjum, niðurbrotsefnum og lífmerkjum). Við bjóðum útreikninga á PK fyrir samanburðarrannsóknir vegna reglugerða, eiturhvarfarannsóknir, rannsóknir í öryggislyfjafræði og klínískar prófanir.

Samantekt á þjónustu okkar

ArcticMass info@arcticmass.is Sturlugata 8, 101 Reykjavík, Iceland +354 555-0200